
Unnið var náið með sérfræðingum frá SYNLawn til þess að setja upp fyrsta TGL kerfi í Evrópu. TGL (Tomorrow’s Golf League) er golfdeild sem stofnuð var af Tiger Woods og Rory McIlroy, þar sem sterkustu kylfingar heims spreyta sig innandyra á kerfi SYNLawn.
Undirbúningsvinna
- Þjappaður og vatnsþéttur púði var notaður sem undirlag
- Svæðið var teiknað upp af hönnuðum SYNLawn
Kerfið
- Tveir sérhannaðir dúkar frá SYNLawn eru krosslagðir undir yfirborðið til þess að tryggja það að kúlan “checki” eins og á alvöru flötum
- Glæsilegt PrecicionPutt gras með 10-12 STIMP hraða
- SYNAugustine kargi lagður í 50cm breidd í kringum flötina
- Berlínargrasið okkar rammar flötina glæsilega inn og hægt er að chippa beint af því
Nýtt æfingasvæði
Nú geta meðlimir Odda æft stutta spilið miklu lengur en íslenska golftímabilið býður upp á!
Við erum ótrúlega stolt af þessu verkefni og þökkum starfsfólki Odda fyrir fyrir alla aðstoð og gestrisni, klúbburinn er brautriðjandi fyrir golfsamfélag Íslands.
Hvetjum alla til þess að mæta upp á Odda og spreyta sig á flottasta gervigras golfkerfi í Evrópu!