sún völlurinn | neskaupstaður

SÚN völlurinn er gamli Norðfjarðarvöllur sem hefur verið endurnýjaður. Hann var breikkaður í suður, ný girðing og aðgangshlið sett upp, nýtt gervigras og fullkomið vökvakerfi, ný flóðlýsing og nýr upplýsingaskjár.

Upphaflega hafði völlurinn verið tekinn í notkun árið 1957 sem malarvöllur eða þar til SÚN, sem er Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupsstað, gaf gervigras á hann árið 2006. SÚN gefur nýju framkvæmdina til Fjarðabyggðar og íbúa Neskaupsstaðar.