Þjónustuleiðir
Það skiptir okkur hjá Metatron máli að veita góða þjónustu við viðskiptavini okkar og erum við alltaf að vinna að því að gera enn betur á því sviði. Það lengir líftíma gervigrasvalla, fyrirbyggir óþarfa tjón og bætir upplifun notenda þegar nauðsynlegu viðhaldi gervigrasvalla er sinnt reglulega. Metatron býður viðskiptavinum, frá og með janúar 2024, upp á reglulega þjónustu á gervigrasvöllum í áskrift. Hægt er að velja um þrjár þjónustuleiðir og Metatron heldur utan um þjónustubók fyrir vellina og auðveldar þannig utanumhald fyrir vallarstjóra.
Þjónustur sem við bjóðum uppá í þjónustuleiðum okkar:
-Djúphreinsun: Tekur óhreindindi úr vellinum og hreinsar völlinn vel. Nauðsynlegt að gera reglulega.
–Mýking: Með tímanum þjappast innfylliefni vallarins, við mýkingu er innfylliefnum lyft upp og við það mýkist völlurinn í notkun.
–Létt ástandsskoðun: Farið er yfir völlinn og kannað hvort þörf sé á viðhaldi/viðgerðum og hugsanleg viðbrögð ráðin út frá niðurstöðum.
-Innfyllingamæling: Rétt magn innfyllingarefna tryggir hámarks eiginleika vallarins. Innfyllingin er mæld og hugsanleg viðbrögð ráðin út frá niðurstöðum.
-Vorhreinsun í kringum völl: Malbik (allt að 2m) í kringum völlinn er hreinsað léttilega.
–Sótthreinsun: Gervigrasvöllurinn sótthreinsaður í heild sinni með viðurkenndum efnum.
–Þjónustubók: Þjónustubókin er staðfesting á því sem hefur verið framkvæmt.
Til að fá verðskrá hafið samaband við info@metatron.is
Skilmálar:
- Áskrift endurnýjast sjálfkrafa að 12 mánuðum loknum ef notandi hefur ekki sagt upp áskriftinni fyrir þann tíma.
- Áskrift er uppsegjanleg með 3 mánaða fyrirvara.
- Metatron setur upp grófa áætlun af heimsóknum fyrir 12 mánaða tímabil en áskilur sér rétt til uppfærslu og breytinga ef þörf krefst, t.d. vegna veðurfars eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna.
- Metatron hefur samband þegar fer að koma að heimsókn og fundinn er tími sem hentar.
- Mikilvægt er að völlurinn sé tómur á meðan viðhaldsaðgerðum stendur.
- Metatron heldur utan um þjónustubók sem utanumhald og staðfestingu á þeirri þjónustu sem hefur verið framkvæmd.
- Verð miðast við einn völl í fullri stærð.
- Verð miðast við höfuðborgarsvæðið.
- Akstur bætist við ef þjónusta er utan höfuðborgarsvæðis.
- Verð er birt án virðisaukaskatts.
- Verð miðast við hefðbundnar viðhaldsaðgerðir. Viðgerðir og viðbótaraðgerðir eru ekki innifaldar.
- Áskriftar gjald er greitt mánaðarlega, gjalddagi 1. hvers mánaðar með eindaga 10 dögum síðar.
- Hver áramót hækkar þjónustugjaldið sem nemur hækkun á Vísitölu neysluverðs. Miðað er við vísitölu í desember hvers árs.