Fótboltavellir

Aftur á forsíðu

Gervigras
Metatron býður uppá margar tegundir gervigrasa frá bestu framleiðendum heims. Grasvellir frá okkur uppfylla staðla og próf FIFA. Metatron ehf. hefur áralanga reynslu af samstarfi við íþróttafélög um land allt sem og erlendis. Sérhæfing Metatron felst í að leggja gervigrasvelli frá A til Ö ásamt öllu því sem fylgja ber. Á undanförnum árum hefur félagið lagt 57 gervigrasvelli í fullri stærð. Vönduð vinnubrögð og öflugar vörur einkenna félagið.

Undirlag og púði
Metatron býr yfir tæknivæddum búnaði til þess að staðsteypa fjaðurlag undir grasið ásamt öllum öðrum tækjum sem þarf til. Áratuga reynsla er komin hér á landi með góðum árangri.

Vökvunarkerfi
Metatron leggur vandað vökvunarkerfi frá Þýskalandi. Kerfið stenst ströngustu kröfur.

Viðhaldsþjónusta
Metatron býður upp á alla nauðsynlega þjónustu við gervigrasvelli allan ársins hring.

Vetrarþjónusta
Metatron býður upp á snjómokstur og burstun. 

FIFA vottun
Metatron vinnur með alþjóðlegum FIFA vottunaraðilum sem koma reglulega til Íslands og gera úttekt á völlum. Bæði FIFA quality og FIFA quality PRO. Hafið samband ef tími er kominn á endurnýjun FIFA úttektar.