Metatron ehf. er leiðandi fyrirtæki í sölu á íþrótta tengdum vörum ásamt sölu, lagningu og viðhaldi á gervigrasi á Íslandi. Fyrirtækið er það íslenska fyrirtæki sem hefur lagt flesta gervigrasvelli á Íslandi. Fyrirtækið hefur áratuga reynslu í lagningu og viðhaldi á öllum tegundum gervigrass, hvort sem um er að ræða fótboltagras í hæsta gæðaflokki eða gras á blettinn við húsið.

Fyrirtækið býður einnig upp á ýmsar gerðir af hlaupabrautum sem uppfylla staðla IAAF (International Amateur Athletic Federation) ásamt ýmsum lausnum í gúmmípúðum og gúmmí yfirborðum sem uppfylla staðla varðandi fallhæðarkröfur til nota á leikskólum. Fyrirtækið hefur tekið að sér verk erlendis fyrir stór erlend fyrirtæki meðal annars við lagningu gúmmíundirlags fyrir knattspyrnuvelli og lagningu IAAF vottaðra hlaupabrauta.